Fréttir forsíða

Föstudagur, 29. ágúst, 2014

Skiptigengi í gjaldeyrisútboði

Samkvæmt tilkynningu Seðlabanka Íslands dags. hinn 15. júlí sl. varðandi gjaldeyrisútboð Seðlabanka Íslands sem haldið verður 2. september nk.  kom fram í útboðsskilmálum að skiptigengi vegna kaupa bankans á erlendum gjaldeyri í tengslum við sölu ríkisverðbréfa í flokki RIKS 33 0321 yrði birt í lok dags 29. ágúst. 

Ákveðið hefur verið að skiptigengi á fjölda eininga ríkisverðbréfa pr. evra skal byggjast á útboðsverðinu og föstu verði ríkisverðbréfsins, sem er 109,098983  kr. pr. eining af ríkisverðbréfinu með áföllnum vöxtum og verðbótum (e. dirty price) miðað við uppgjörsdag  5. september 2014 (ávöxtunarkrafa 3,05%).1

Formúlan er eftirfarandi: Skiptigengi = útboðsverð/(verð ríkisverðbréfs/100). 1 Hreint verð (e. clean price) er 99,29.

 

Fimmtudagur, 28. ágúst, 2014

Tímabundin undanþága afturkölluð

Með vísan til fréttatilkynningar Lánamála ríkisins frá því fyrr í dag og að höfðu samráði við aðalmiðlara, hafa Lánamál ríkisins ákveðið að afturkalla tímabundna undanþágu á skyldum þeirra á eftirmarkaði. Skulu skyldur aðalmiðlara skv. 3. gr. gildandi samnings milli aðalmiðlara og Seðlabanka Íslands taka gildi á ný frá kl. 11:25 í dag.

Fimmtudagur, 28. ágúst, 2014

Tímabundin undanþága á skyldum aðalmiðlara á eftirmarkaði.

Vegna þeirrar óvissu sem gæti skapast á íslenskum skuldabréfamarkaði í kjölfar ráðgefandi álits EFTA dómstólsins í máli nr. E-25/13 (Gunnar V. Engilbertsson gegn Íslandsbanka hf.) sem birt verður fyrir opnun skuldabréfamarkaðar í dag, hafa Lánamál ríkisins ákveðið að veita aðalmiðlurum tímabundna undanþágu á skyldum á eftirmarkaði.

Fréttatilkynning(PDF)

Ávöxtunarferill

ÓverðtryggðKaupKrafa
RIKV 14 0915 99,805,69%
RIKV 14 1015 99,365,39%
RIKV 14 1117 98,895,32%
RIKV 14 1215 98,495,31%
RIKV 15 011598,065,29%
RIKV 15 021697,615,28%
RIKB 15 040899,754,89%
RIKB 16 1013101,105,43%
RIKB 19 0226108,356,52%
RIKB 20 020598,356,61%
RIKB 22 1026102,606,82%
RIKB 25 0612107,456,99%
RIKB 31 012493,507,18%
VerðtryggðKaupKrafa
RIKS 21 0414104,503,04%
HFF150224102,703,20%
HFF150434104,003,32%
HFF150644105,803,32%

Breyting á vísitölu neysluverðs

Núverandi gildi422,10
12 mán. breyting*2,35%
3 mán. breyting*1,05%
Mánaðarbreyting-0,17%

* Umreiknað til ársbreytinga


 

Dagsetning og tími

Þriðjudagur, 02. september, 2014

Breyta um tungumálBreyta um leturstærð


Leita

Leit