Fréttir forsíða

Laugardagur, 23. júlí, 2016

Breytt aðferðafræði matsfyrirtækisins Fitch

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch hélt í vikunni matsfundi innan fyrirtækisins þar sem endurskoðað var lánshæfismat á langtímaskuldbindingum í innlendum gjaldmiðli fyrir lönd þar sem mismunur er á langtímaeinkunn í erlendum og innlendum gjaldmiðli. Þessi endurskoðun er til þess að gæta samræmis vegna breytinga á viðmiðum fyrir lánshæfi sem tilkynntar voru af matsfyrirtækinu hinn 26. maí 2016. Samhliða þessari breytingu var gefið út nýtt lánshæfismat fyrir skammtímaskuldbindingar í innlendum gjaldmiðli.

Í ljósi hinna nýju viðmiða hefur Fitch lækkað lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í innlendum gjaldmiðli til samræmis við einkunn fyrir langtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli í BBB+ með stöðugum horfum. Einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendum og innlendum gjaldmiðli er staðfest F2. Lánshæfiseinkunn fyrir langtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli er BBB+ með stöðugum horfum eins og staðfest var hinn 15. júlí sl.  Einkunn Ríkissjóðs Íslands er áfram rökstudd með öflugum efnahagslegum grunnstoðum, bættum horfum í ríkisfjármálum, ytri stöðu og sterku stofnanakerfi.

Samsvarandi breyting verður gerð á lánshæfismati  annarra landa þar sem mat á langtímaskuldbindingum í innlendum gjaldmiðlum var skör hærra en mat fyrirtækisins á langtímaskuldbindingum í erlendum gjaldmiðlum

Fréttatilkynning Fitch (Pdf)

Föstudagur, 15. júlí, 2016

Matsfyrirtækið Fitch hefur staðfest BBB+ lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli sem BBB+ og A- í innlendum gjaldmiðli. Einkunnir fyrir skuldabréf (e. senior unsecured bonds) í erlendum og innlendum gjaldmiðli eru staðfestar sem BBB+ og A-. Matsfyrirtækið segir horfur fyrir lánshæfismat langtímaskuldbindinga stöðugar. Landseinkunnin (e. country ceiling) er staðfest sem BBB+ og jafnframt er staðfest lánshæfismatið F2 fyrir skammtímaskuldbindingar í erlendum gjaldmiðli.

Fréttatilkynning Fitch

Föstudagur, 15. júlí, 2016

Matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s hefur staðfest BBB+/A-2 lánshæfiseinkunnir Ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. Standard & Poor’s reiknar með kröftugum hagvexti næstu árin, knúnum af ferðamannaiðnaði og öflugri einkaneyslu. Stöðugar horfur vega saman annars vegar möguleika á að jöfnuður ríkisfjármála og utanríkisviðskipta batni umfram væntingar næstu tvö árin og hins vegar áhættu vegna losunar fjármagnshafta og ofhitnunar hagkerfisins.

Fréttatilkynning Standard & Poor’s

Ávöxtunarferill

ÓverðtryggðKaupKrafa
RIKV 16 0815 99,577,40%
RIKV 16 0915 99,066,57%
RIKB 16 101399,906,32%
RIKV 16 1017 98,536,39%
RIKV 16 1115 98,056,34%
RIKV 17 011697,026,42%
RIKB 17 0206 99,465,99%
RIKB 19 0226106,206,06%
RIKB 20 0205100,506,07%
RIKB 22 1026105,906,08%
RIKB 25 0612112,756,10%
RIKB 31 0124103,606,11%
VerðtryggðKaupKrafa
RIKS 21 0414102,603,20%
HFF150224101,653,32%
HFF150434104,993,16%
HFF150644107,753,14%

Breyting á vísitölu neysluverðs

Núverandi gildi434,90
12 mán. breyting*1,14%
3 mán. breyting*1,11%
Mánaðarbreyting-0,32%

* Umreiknað til ársbreytinga


 

Dagsetning og tími

Þriðjudagur, 26. júlí, 2016

Breyta um tungumálBreyta um leturstærð


Leita

Leit