Fréttir forsíða

Föstudagur, 24. mars, 2017

Niðurstaða í uppkaupum óverðtryggðra ríkisbréfa RIKH 18 1009

Uppkaup á óverðtryggðum ríkisbréfum, RIKH 18 1009 fór fram hjá Lánamálum ríkisins kl. 11:00 í dag. Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð miðuðust við innsend verð. 

Helstu niðurstöður útboðsins voru þessar: 

RIKH 18 1009:

Alls bárust 6 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 26.000 m.kr. að nafnverði.
5 tilboðum var tekið fyrir 10.000 m.kr. að nafnverði.
Samþykkt verð er á bilinu 99,980 til 99,990

Miðvikudagur, 22. mars, 2017

Uppkaup ríkisbréfa RIKH 18 1009

Ákveðið hefur verið að halda ekki útboð á ríkisbréfum föstudaginn 24. mars 2017.  Þess í stað verða uppkaup kl. 10:30 til 11:00 með tilboðsfyrirkomulagi. Ríkissjóður býðst til að kaupa til baka óverðtryggð bréf í flokknum RIKH 18 1009 sem er með lokagjalddaga 9. október 2018. Tilgangur uppkaupanna er að minnka stærð flokksins sem nú er um 172 ma.kr. og draga þar með úr endurfjármögnunaráhættu ríkissjóðs á lokagjalddaga flokksins.  

Heildarfjárhæð samþykktra tilboða getur orðið allt að 10.000 milljónir króna en niðurstaðan verður tilkynnt að loknum uppkaupum.

 Fréttatilkynning (pdf)
Uppkaupsskilmálar (pdf)

Föstudagur, 17. mars, 2017

Standard & Poor‘s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í „A/A-1“. Horfur stöðugar.

  •  S&P telur að nýlegt afnám á nánast öllum fjármagnshöftum og gerð samninga við eigendur aflandskróna styrki erlenda stöðu landsins.
  • Vegna þessa hækkar S&P langtíma- og skammtímaeinkunnir Íslands í „A/A-1“ úr „A-/A-2“.
  • Stöðugar horfur endurspegla þá skoðun S&P að möguleikarnir á frekari styrkingu opinberra fjármála vegi á móti hættunni á ofhitnun hagkerfisins á næstu tveimur árum.

Skýrsla S&P

Ávöxtunarferill

ÓverðtryggðKaupKrafa
RIKV 17 0418 99,566,36%
RIKV 17 051599,195,65%
RIKV 17 071798,345,30%
RIKV 17 081597,955,23%
RIKB 19 0226106,884,92%
RIKB 20 0205103,255,00%
RIKB 22 1026110,725,00%
RIKB 25 0612119,834,99%
RIKB 28 1115 99,925,00%
RIKB 31 0124114,455,02%
VerðtryggðKaupKrafa
RIKS 21 0414103,402,90%
HFF150224102,363,10%
RIKS 30 0701108,502,49%
HFF150434109,002,65%
HFF150644114,662,60%

Breyting á vísitölu neysluverðs

Núverandi gildi439,60
12 mán. breyting*1,95%
3 mán. breyting*1,10%
Mánaðarbreyting0,71%

* Umreiknað til ársbreytinga


 

Dagsetning og tími

Sunnudagur, 26. mars, 2017

Breyta um tungumálBreyta um leturstærð


Leita

Leit