Fréttir

Fitch staðfestir óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með stöðugum horfum

Matsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtímaskuldir í erlendri mynt sem A með stöðugum horfum. Samkvæmt matsfyrirtækinu endurspeglar þessi einkunn á annan bóginn háar þjóðartekjur, sterkar stofnanir, góð lífskjör og gott viðskiptaumhverfi og á hinn bóginn að hagkerfið reiðir sig að stórum hluta á hrávörur í útflutningi og er næmt fyrir ytri áföllum auk fyrri reynslu af sveiflum í efnahags- og fjármálum.

Stöðugar horfur endurspegla svipaðar líkur á hækkun og lækkun lánshæfiseinkunnarinnar.

Eftirfarandi þættir gætu hvor um sig eða saman leitt til hækkunar:

  • Áframhaldandi lækkun skulda hins opinbera og ábyrg stefna í ríkisfjármálum.
  • Áframhaldandi bati ytri stöðu þjóðarbúsins og og geta þess til þess að mæta ytri áföllum.

Eftirfarandi þættir gætu hvor um sig eða saman leitt til lækkunar:

  • Vísbendingar um ofhitnun hagkerfisins í formi víxlverkunar verðlags og launa, verðbólguskots og tilheyrandi afleiðingar fyrir efnahagsreikninga heimila og fyrirtækja.
  • Mikið útflæði fjármagns sem leiðir til ytra ójafnvægis og þrýstings á gengi krónunnar.

Skýrsla Fitch

Viðburðir

27
Jún

Vísitala neysluverðs

23
Júl

Vísitala neysluverðs

29
Ágú

Vaxtaákvörðun

Óverðtryggt Hreyfing Kaup Krafa
RIKV 18 0807 99,48 4,04
RIKV 18 0815 99,24 4,08
RIKB 19 0226 102,75 4,52
RIKB 20 0205 102,08 4,87
RIKB 22 1026 108,10 5,11
RIKB 25 0612 116,20 5,17
RIKB 28 1115 97,21 5,35
RIKB 31 0124 110,26 5,36
Verðtryggt Hreyfing Kaup Krafa
RIKS 21 0414 104,97 1,97
HFF150224 104,50 2,19
RIKS 30 0701 113,61 1,97
HFF150434 113,40 2,06
HFF150644 121,30 2,08