29.03.17
Ríkissjóður Íslands býðst til að kaupa til baka eigin bréf útgefin í Bandaríkjadölum

Frá og með deginum í dag býðst ríkissjóður til að kaupa eigin bréf útgefin í Bandaríkjadölum sem eru á gjalddaga í maí 2022 (5.875% notes due 2022). Ríkissjóður býðst til að kaupa alla útgáfuna, allt að 1.000m. dala með föstu 75 punkta álagi á viðmiðunarbréf (UST 1.875% due February 28, 2022). Útboðið stendur til og með 4. apríl 2017.

Skilmálar

tilkynning

Aðrar fréttir

Niðurstöður viðbótarútgáfu RIKS 26 0216

Samkvæmt 5. grein í skilmálum um útboð ríkisbréfa, sem haldið var 7. desember stóð aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Að þessu sinni nýttu aðalmiðlarar sér kaupréttinn í RIKS 26 0216 fyrir 170,2 m.kr. Heildarstærð eftir útboðið í RIKS 26 0216 er nú 9.783.700.000 kr. að nafnvirði.  Uppgjör er 12. desember 2018.