24.01.14
Standard & Poor‘s: Lánshæfishorfum Ríkissjóðs Íslands breytt í stöðugar

Standard & Poor‘s: Lánshæfishorfum Ríkissjóðs Íslands breytt í stöðugar úr neikvæðum þar sem dregið hefur úr áhættu sem tengist ríkisfjármálum

Í dag birti lánshæfismatsfyrirtækið Standard & Poor‘s skýrslu þar sem fram kemur að horfum um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands hafi verið breytt í stöðugar úr neikvæðum vegna þess að dregið hefur úr áhættu sem tengist ríkisfjármálum. Jafnframt kemur fram að lánshæfiseinkunnirnar BBB-/A-3 eru staðfestar.

Í skýrslunni kemur fram að Standard & Poor‘s (S&P) áætlar að heildarkostnaður Ríkissjóðs Íslands vegna nýkynntra skuldaleiðréttingaraðgerða verði um 6% af vergri landsframleiðslu (VLF) á næstu fjórum árum. S&P reiknar með því að aðgerðirnar verði fjármagnaðar með skattahækkunum frekar en hallarekstri. Af þessu leiðir að horfum fyrir lánshæfiseinkunnina er breytt í stöðugar úr neikvæðum og lánshæfiseinkunnir fyrir skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands staðfestar. Lánshæfiseinkunnirnar fyrir erlendar og innlendar skuldbindingar eru BBB-/A-3. Stöðugar horfur endurspegla að S&P telur vera jafnvægi milli áhættuþátta, það er áframhaldandi efnahagsbata og óvissu vegna losunar fjármagnshafta.

Hér má nálgast skýrslu S&P í heild sinni.
Skýrsla S&P (pdf)

Aðrar fréttir

08.04.24
Ríkisbréf
Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKB 26 1015 - RIKB 35 0917
Flokkur RIKB 26 1015 RIKB 35 0917
ISIN IS0000034874 IS0000035574
Gjalddagi 15.10.2026 17.09.2035
Útboðsdagur 10.04.2024 10.04.2024
Uppgjörsdagur 15.04.2024 15.04.2024
10% viðbót 12.04.2024 12.04.2024

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisbréfin þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag. Um 10% viðbótarkaupréttinn gildir 6. gr. í almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa.

Að öðru leyti er vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Freyr Harðarson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9630.