28.12.18
Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs 2019
  • Áætlað er að útgáfa ríkisbréfa nemi 40 ma.kr. að söluvirði árið 2019.
  • Fyrirhugað er að gefa út nýjan óverðtryggðan tveggja ára ríkisbréfaflokk.
  • Ekki er fyrirhugað að taka erlent lán á árinu.

Ársáætlun 2019.pdf

Aðrar fréttir

Samningar undirritaðir við Aðalmiðlara

Í dag var skrifað undir samninga milli Lánamála ríkisins f.h. ríkissjóðs og aðalmiðlara í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Markmiðið með samningunum er að viðhalda aðgengi ríkissjóðs að lánsfé og efla verðmyndun ríkisverðbréfa á eftirmarkaði.

Frá og með 1. apríl 2019 hafa fjögur fjármálafyrirtæki heimild til að kalla sig „aðalmiðlara með ríkisverðbréf“. Þau eru: Arion banki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf.

Fréttatilkynning (pdf)
Samningur sýnishorn (pdf)