17.03.20
Sérstök fréttatilkynning vegna útgáfumála ríkissjóðs

Í ljósi atburða síðustu vikna í tengslum við Covid-19 er fyrirsjáanlegt að fjárþörf ríkissjóðs mun aukast umtalsvert frá fyrri spám.  Mikil óvissa er um efnahagshorfur næstu mánuði og því er erfitt að meta lánsfjárþörf ríkissjóðs fyrir yfirstandandi ár. Einnig er óljóst hversu mikil þörfin verður annars vegar til skemmri tíma og hins vegar til lengri tíma.

Í ljósi atburða síðustu vikna í tengslum við Covid-19 er fyrirsjáanlegt að fjárþörf ríkissjóðs mun aukast umtalsvert frá fyrri spám.  Mikil óvissa er um efnahagshorfur næstu mánuði og því er erfitt að meta lánsfjárþörf ríkissjóðs fyrir yfirstandandi ár. Einnig er óljóst hversu mikil þörfin verður annars vegar til skemmri tíma og hins vegar til lengri tíma.

Rétt er að hafa í huga að skuldastaða ríkissjóðs er lág. Heildarskuldir eru um 854 ma.kr. sem nemur um 27,5% af vergri landsframleiðslu. Engin innlend ríkisbréfaútgáfa er á gjalddaga það sem eftir lifir ársins og einungis 292 milljónir evra (45 ma.kr.) er á gjalddaga í júlí.

Ríkissjóður hefur ýmsar leiðir til þess að sækja fjármagn á markaði. Hægt er að auka útgáfu ríkisbréfa á innlendum markaði en útgáfa samkvæmt ársáætlun fyrir yfirstandandi ár er nú við sögulegt lágmark eða um 40 ma.kr. árinu. Ríkissjóður getur jafnframt gefið út skuldabréf á erlendum mörkuðum. Þá getur ríkissjóður mætt versnandi sjóðstöðu með aukinni útgáfu ríkisvíxla eða skammtímalántöku á peningamarkaði. Lausafjárstaða ríkissjóðs í íslenskum krónum nemur nú 44 ma.kr. Að lokum á ríkissjóður um 169 ma.kr. í erlendum innstæðum í Seðlabankanum. Staðan er því traust og engin ástæða til þess að óttast að ríkissjóður hafi ekki úrræði til að ráða við mikið tekjufall og fjármögnunarþörf á næstu vikum og mánuðum ef það verður raunin.

Endurskoðun á öðrum ársfjórðungi 2020

  • Ákveðið hefur verið að auka útgáfu ríkisbréfa á öðrum ársfjórðungi þannig að hún getur orðið allt að 40 ma.kr. Nánari útfærsla verður birt í ársfjórðungsáætlun í lok þessa mánaðar. Það þýðir að útgáfan á árinu mun aukast verulega frá því sem tilkynnt var í ársáætlun.

Erfitt er á þessari stundu að leggja mat á heildarþörf fyrir ríkisbréfaútgáfu á yfirstandandi ári. Áður en hægt er að taka ákvörðun um það þá þarf að liggja fyrir nánari upplýsingar um lánsfjárþörf ríkissjóðs, sem mun skýrast á næstu vikum og mánuðum.

Nánari upplýsingar veitir Esther Finnbogadóttir í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í síma 545 9200 og Björgvin Sighvatsson hjá Lánamálum ríkisins í síma 569 9600.

Fréttatilkynning (pdf)

Aðrar fréttir

21.10.20
Ríkisbréf
Tilkynning um útboð ríkisbréfa - skiptiútboð - RIKB 22 1026 - RIKS 26 0216
Flokkur RIKB 22 1026 RIKS 26 0216
ISIN IS0000020717 IS0000030732
Gjalddagi 26.10.2022 16.02.2026
Útboðsdagur 23.10.2020 23.10.2020
Uppgjörsdagur 28.10.2020 28.10.2020
     
Uppkaupsflokkur RIKS 21 0414  
Uppkaupsverð (clean) 102,2790  

Á útboðsdegi, milli kl. 13:30 og 14:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisbréfin þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Andvirði uppkaupsbréfanna ásamt áföllnum vöxtum og verðbótum kemur sem greiðsla fyrir kaupum á nýjum bréfum.

Lánamál ríkisins greiða ekki þóknun vegna kaupa á RIKS 21 0414

Ath. að ekki er tekið við greiðslu í reiðufé. Eingöngu má greiða fyrir flokkinn með uppkaupsflokkinum á uppkaupsverði.

Til nánari upplýsinga er að öðru leyti vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

21.10.20
Ríkisbréf
Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKB 25 0612 - RIKS 33 0321
Flokkur RIKB 25 0612 RIKS 33 0321
ISIN IS0000019321 IS0000021251
Gjalddagi 12.06.2025 21.03.2033
Útboðsdagur 23.10.2020 23.10.2020
Uppgjörsdagur 28.10.2020 28.10.2020
10% viðbót 27.10.2020 27.10.2020

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisbréfin þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag. Um 10% viðbótarkaupréttinn gildir 6. gr. í almennum útboðskilmálum ríkisbréfa.

Að öðru leyti er vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.