03.05.12
Útgáfa ríkissjóðs á skuldabréfum í bandaríkjadölum á erlendum mörkuðum

Ríkissjóður Íslands hefur í dag gengið frá samningum um útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 1 milljarði Bandaríkjadala, sem jafngildir um 124 milljörðum króna.  Skuldabréfin bera fasta vexti og eru gefin út til 10 ára á ávöxtunarkröfunni 6,0%. Fjárfestar sýndu útgáfunni mikinn áhuga og nam eftirspurn um 4 milljörðum Bandaríkjadala.  Fjárfestahópurinn samanstendur aðallega af fagfjárfestum frá Bandaríkjunum og Evrópu.  Skuldabréfaútgáfan kom í framhaldi kynningarherferðar í Bandaríkjunum og Evrópu.  Umsjón var í höndum Deutsche Bank, J.P. Morgan og UBS Investment Bank.

„Þessi aðgerð markar heilmikil tímamót fyrir Ísland og er afar jákvæð fyrir íslenskt efnahagslíf“, segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra „Við erum með þessu að fylgja eftir vel heppnaðri skuldabréfaútgáfu frá því í fyrra á bréfum sem gefin voru út til skemmri tíma.   Viðbrögð fjárfesta eru mjög ánægjuleg, eftirspurn er tvisvar sinnum meiri en í síðustu skuldabréfaútgáfu og fjöldi þátttakenda í útboðinu er einnig tvöfalt meiri en þá. Þetta er fyllilega í samræmi við stefnumörkun okkar í lánamálum ríkisins þar sem markmiðin eru meðal annars þau að tryggja aðgengi að erlendum lánsfjármörkuðum til lengri tíma og að stórum og fjölbreyttum hópi fjárfesta."

 

Aðrar fréttir

Niðurstaða í uppkaupum óverðtryggðra ríkisbréfa RIKH 18 1009

Uppkaup á óverðtryggðum ríkisbréfum, RIKH 18 1009 fór fram hjá Lánamálum ríkisins kl. 11:00 í dag. Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð miðuðust við innsend verð. 

Helstu niðurstöður uppkaupa voru þessar: 

RIKH 18 1009:

Alls bárust 3 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 32.600 m.kr. að nafnverði.

2 tilboðum var tekið fyrir 20.000 m.kr. að nafnverði.

Samþykkt verð er 99,990

Uppkaup ríkisbréfa RIKH 18 1009

Ákveðið hefur verið að halda ekki útboð á ríkisbréfum föstudaginn 12. janúar 2018.  Þess í stað verða uppkaup kl. 10:30 til 11:00 með tilboðsfyrirkomulagi. Ríkissjóður býðst til að kaupa til baka óverðtryggð bréf í flokknum RIKH 18 1009 sem er með lokagjalddaga 9. október 2018. Tilgangur uppkaupanna er að minnka stærð flokksins sem nú er um 70 ma.kr. og draga þar með úr endurfjármögnunaráhættu ríkissjóðs á lokagjalddaga flokksins. 

Fréttatilkynning (pdf)
Uppkaupsskilmálar (pdf)