Fréttir

21. júní, 2017

Útboð ríkisbréfa hinn 23. júní fellur niður

Lánamál ríkisins hafa ákveðið að hætta við útboð ríkisbréfa sem fyrirhugað var að halda hinn 23. júní 2017.

09. júní, 2017

Útboð ríkisvíxla RIKV 17 1215

Þriðjudaginn 13. júní kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í flokknum RIKV 17 1215 sem er með gjalddaga 15. desember 2017.

Fréttatilkynning (pdf)
Útboðsskilmálar (pdf)

09. júní, 2017

Niðurstaða í uppkaupum óverðtryggðra ríkisbréfa RIKH 18 1009

Uppkaup á óverðtryggðum ríkisbréfum, RIKH 18 1009 fór fram hjá Lánamálum ríkisins kl. 11:00 í dag. Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð miðuðust við innsend verð. 

Helstu niðurstöður útboðsins voru þessar: 

RIKH 18 1009:
Alls bárust 7 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 27.130 m.kr. að nafnverði.
6 tilboðum var tekið fyrir 15.000 m.kr. að nafnverði.(2 tilboð tekin að fullu 4 að hluta)
Samþykkt verð er á bilinu 99,980 til 99,990

07. júní, 2017

Uppkaup ríkisbréfa RIKH 18 1009

Ákveðið hefur verið að halda ekki útboð á ríkisbréfum föstudaginn 9. júní 2017.  Þess í stað verða uppkaup kl. 10:30 til 11:00 með tilboðsfyrirkomulagi. Ríkissjóður býðst til að kaupa til baka óverðtryggð bréf í flokknum RIKH 18 1009 sem er með lokagjalddaga 9. október 2018. Tilgangur uppkaupanna er að minnka stærð flokksins sem nú er um 154 ma.kr. og draga þar með úr endurfjármögnunaráhættu ríkissjóðs á lokagjalddaga flokksins.  

Heildarfjárhæð samþykktra tilboða getur orðið allt að 15.000 milljónir króna en niðurstaðan verður tilkynnt að loknum uppkaupum.

Fréttatilkynning (pdf)
UppkaupsSkilmálar (pdf)

23. maí, 2017

Niðurstöður viðbótarútgáfu RIKB 20 0205 og RIKB 28 1115

Samkvæmt 5. grein í skilmálum um útboð ríkisbréfa, sem haldið var 19. maí sl. stóð aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Að þessu sinni nýttu aðalmiðlarar sér ekki kaupréttinn í RIKB 20 0205 né í RIKB 28 1115.
Heildarstærð eftir útboðið í RIKB 20 0205 er nú 69.402.000.000 að nafnvirði og í  RIKB 28 1115 er nú 31.117.101.519 kr. að nafnvirði.  Uppgjör er 24. maí 2017.

17. maí, 2017

Útboð óverðtryggðra ríkisbréfa RIKB 20 0205 & RIKB 28 1115

Föstudaginn 19. maí kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins með tilboðsfyrirkomulagi. 

Boðin verða til sölu óverðtryggð bréf í flokkunum RIKB 20 0205 og RIKB 28 1115. Heildarfjárhæð samþykktra tilboða verður tilkynnt að loknu útboði.

Fréttatilkynning (pdf)
Útboðsskilmálar (pdf)

09. maí, 2017

Útboð ríkisvíxla RIKV 17 1115

Fimmtudaginn 11. maí kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í flokknum RIKV 17 1115 sem er með gjalddaga 15. nóvember 2017.

Fréttatilkynning (pdf)
Útboðsskilmálar (pdf)

03. maí, 2017

Útboð ríkisbréfa þann 5. maí fellur niður

Lánamál ríkisins hafa ákveðið að hætta við útboð ríkisbréfa sem fyrirhugað var að halda þann 5. maí 2017.

18. apríl, 2017

Útboð ríkisbréfa þann 21. apríl fellur niður

Lánamál ríkisins hafa ákveðið að hætta við útboð ríkisbréfa sem fyrirhugað var að halda þann 21. apríl 2017.

11. apríl, 2017

Niðurstöður viðbótarútgáfu RIKB 28 1115

Samkvæmt 5. grein í skilmálum um útboð ríkisbréfa, sem haldið var 7. apríl sl. stóð aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Að þessu sinni nýttu aðalmiðlarar sér kaupréttinn í RIKB 28 1115 fyrir 472 m.kr.. Heildarstærð RIKB 28 1115 eftir útboðið er nú 28.717.101.519 kr. að nafnvirði.  Uppgjör er 12. apríl 2017.

07. apríl, 2017

Útboð ríkisvíxla RIKV 17 1016

Þriðjudaginn 11. apríl kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í flokknum RIKV 17 1016 sem er með gjalddaga 16. október 2017.

Fréttatilkynning (pdf)
Útboðsskilmálar (pdf)

05. apríl, 2017

Útboð óverðtryggðra ríkisbréfa RIKB 28 1115

Föstudaginn 7. apríl kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins með tilboðsfyrirkomulagi.
Boðin verða til sölu óverðtryggð bréf í flokknum RIKB 28 1115. Heildarfjárhæð samþykktra tilboða verður tilkynnt að loknu útboði.

Fréttatilkynning (pdf)
Útboðsskilmálar (pdf) 

05. apríl, 2017

Ríkissjóður kaupir eigin skuldabréf að nafnvirði 876,9 milljónir Bandaríkjadala

Ríkissjóður hefur keypt til baka eigin skuldabréf að nafnvirði 876,9 milljónir Bandaríkjadala í skuldabréfaflokknum “ICELAND 5.875%“ sem eru á gjalddaga 2022,  (Reg S ISIN USX34650AA31 and 144A ISIN US451029AE22; Reg S CUSIP X34650AA3 and 144A CUSIP 451029AE2) á verðinu 115,349. Þann 29.mars bauðst ríkissjóður til að kaupa alla útistandandi fjárhæð eigin skuldabréfa sem gefin voru út árið 2012 og voru á gjalddaga í maí 2022. Stóð útboðið til 4.apríl. Heildarnafnverð útgáfunnar nam 1.000 milljónum Bandaríkjadala. Uppkaupin eru liður í lausafjár- og skuldastýringu ríkissjóðs. Við aðgerðina minnkar gjaldeyrisforði Seðlabankans um samsvarandi fjárhæð, en ríkissjóður greiddi fyrir bréfin með erlendum innstæðum í SÍ. 

31. mars, 2017

Ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs - 2. ársfjórðungur 2017

Annar ársfjórðungur 2017

  • Á öðrum ársfjórðungi verða boðin til sölu ríkisbréf í markflokkum fyrir 5-10 ma.kr. að söluvirði 1.
  • Áformað er að gefa út í flokkunum RIKB 20 0205 og RIKB 28 1115.


1  Með söluvirði er átt við hreint verð (clean price) þ.e. verð án áfallinna vaxta.

2.Ársfj.áætlun 2017 (pdf)

29. mars, 2017

Ríkissjóður Íslands býðst til að kaupa til baka eigin bréf útgefin í Bandaríkjadölum

Frá og með deginum í dag býðst ríkissjóður til að kaupa eigin bréf útgefin í Bandaríkjadölum sem eru á gjalddaga í maí 2022 (5.875% notes due 2022). Ríkissjóður býðst til að kaupa alla útgáfuna, allt að 1.000m. dala með föstu 75 punkta álagi á viðmiðunarbréf (UST 1.875% due February 28, 2022). Útboðið stendur til og með 4. apríl 2017.

Skilmálar

tilkynning

24. mars, 2017

Niðurstaða í uppkaupum óverðtryggðra ríkisbréfa RIKH 18 1009

Uppkaup á óverðtryggðum ríkisbréfum, RIKH 18 1009 fór fram hjá Lánamálum ríkisins kl. 11:00 í dag. Útboðinu var þannig háttað að öll samþykkt tilboð miðuðust við innsend verð. 

Helstu niðurstöður útboðsins voru þessar: 

RIKH 18 1009:

Alls bárust 6 gild tilboð í flokkinn að fjárhæð 26.000 m.kr. að nafnverði.
5 tilboðum var tekið fyrir 10.000 m.kr. að nafnverði.
Samþykkt verð er á bilinu 99,980 til 99,990

22. mars, 2017

Uppkaup ríkisbréfa RIKH 18 1009

Ákveðið hefur verið að halda ekki útboð á ríkisbréfum föstudaginn 24. mars 2017.  Þess í stað verða uppkaup kl. 10:30 til 11:00 með tilboðsfyrirkomulagi. Ríkissjóður býðst til að kaupa til baka óverðtryggð bréf í flokknum RIKH 18 1009 sem er með lokagjalddaga 9. október 2018. Tilgangur uppkaupanna er að minnka stærð flokksins sem nú er um 172 ma.kr. og draga þar með úr endurfjármögnunaráhættu ríkissjóðs á lokagjalddaga flokksins.  

Heildarfjárhæð samþykktra tilboða getur orðið allt að 10.000 milljónir króna en niðurstaðan verður tilkynnt að loknum uppkaupum.

 Fréttatilkynning (pdf)
Uppkaupsskilmálar (pdf)

17. mars, 2017

Standard & Poor‘s hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands í „A/A-1“. Horfur stöðugar.

  •  S&P telur að nýlegt afnám á nánast öllum fjármagnshöftum og gerð samninga við eigendur aflandskróna styrki erlenda stöðu landsins.
  • Vegna þessa hækkar S&P langtíma- og skammtímaeinkunnir Íslands í „A/A-1“ úr „A-/A-2“.
  • Stöðugar horfur endurspegla þá skoðun S&P að möguleikarnir á frekari styrkingu opinberra fjármála vegi á móti hættunni á ofhitnun hagkerfisins á næstu tveimur árum.

Skýrsla S&P

10. mars, 2017

Samningar undirritaðir við Aðalmiðlara

Í dag var skrifað undir samninga milli Lánamál ríkisins f.h. ríkissjóðs og aðalmiðlara í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Markmiðið með samningnum er að viðhalda aðgengi ríkissjóðs að lánsfé og efla verðmyndun ríkisverðbréfa á eftirmarkaði. 

Frá og með 1. apríl 2017 hafa fjögur fjármálafyrirtæki heimild til að kalla sig „aðalmiðlara með ríkisverðbréf“. Þau eru: Arion banki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf.  

Fréttatilkynning (pdf) 
Samningur sýnishorn (pdf)

09. mars, 2017

Útboð ríkisvíxla RIKV 17 0915

Mánudaginn 13. mars kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í flokknum RIKV 17 0915 sem er með gjalddaga 15. september 2017.

Fréttatilkynning (pdf)
Útboðsskilmálar (pdf)

07. mars, 2017

Niðurstöður viðbótarútgáfu RIKB 28 1115

Samkvæmt 5. grein í skilmálum um útboð ríkisbréfa, sem haldið var 3. mars sl. stóð aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Að þessu sinni nýttu aðalmiðlarar sér kaupréttinn í RIKB 28 1115 fyrir 88 m.kr.. Heildarstærð RIKB 28 1115 eftir útboðið er nú 23.184.101.519 kr. að nafnvirði.  Uppgjör er 8. mars 2017.

07. mars, 2017

Undirritun samninga í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði

Fjármálaráðherra felur Lánamálum ríkisins hjá Seðlabanka Íslands að gera samninga í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. 

06. mars, 2017

Fyrirgreiðsla Lánamála ríkisins til aðalmiðlara ríkisverðbréfa

Með vísan til samnings í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavaktar á eftirmarkaði dags. 11. mars 2016 hefur verið ákveðið að auka fyrirgreiðslu í RIKB 28 1115 til hvers aðalmiðlara úr 1 ma.kr. í 2 ma.kr. að nafnverði.

Breytingin tekur gildi eftir kl. 11:00 miðvikudaginn 8. mars nk.

01. mars, 2017

Útboð óverðtryggðra ríkisbréfa RIKB 28 1115

Föstudaginn 3. mars kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins með tilboðsfyrirkomulagi.
Boðin verða til sölu óverðtryggð bréf í flokknum RIKB 28 1115. Heildarfjárhæð samþykktra tilboða verður tilkynnt að loknu útboði.
Fréttatilkynning (pdf)
Útboðsskilmálar (pdf) 

15. febrúar, 2017

Útboð ríkisbréfa hinn 17. febrúar fellur niður

Lánamál ríkisins hafa ákveðið að hætta við útboð ríkisbréfa sem fyrirhugað var að halda hinn 17. febrúar 2017.

09. febrúar, 2017

Útboð ríkisvíxla RIKV 17 0815

Mánudaginn 13. febrúar kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í flokknum RIKV 17 0815 sem er með gjalddaga 15. ágúst 2017.

Fréttatilkynning (pdf)
Útboðsskilmálar (pdf)

30. janúar, 2017

Útboð ríkisbréfa hinn 1. febrúar fellur niður

Lánamál ríkisins hafa ákveðið að hætta við útboð ríkisbréfa sem fyrirhugað var að halda hinn 1. febrúar 2017.

24. janúar, 2017

Skiptiútboð niðurstöður

Í síðasta útboði ríkisbréfa hjá Lánamálum ríkisins áttu bjóðendur kost á því  að kaupa bréf í RIKB 28 1115 með sölu á RIKB 17 0206, sem fellur á gjalddaga 6. febrúar nk. Að þessu sinni nýttu bjóðendur sér söluréttinn að upphæð 132 m.kr. að nafnvirði.

24. janúar, 2017

Niðurstöður viðbótarútgáfu RIKB 28 1115

Samkvæmt 5. grein í skilmálum um útboð ríkisbréfa, sem haldið var 20. janúar sl. stóð aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Að þessu sinni nýttu aðalmiðlarar sér kaupréttinn í RIKB 28 1115 fyrir 614 m.kr.. Heildarstærð RIKB 28 1115 eftir útboðið er nú 18.646.101.519 kr. að nafnvirði.  Uppgjör er 25. janúar 2017.

24. janúar, 2017

Fyrirgreiðsla Lánamála ríkisins til aðalmiðlara ríkisverðbréfa.

Með vísan til samnings í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavaktar á eftirmarkaði dags. 11. mars 2016 hefur verið ákveðið að hefja fyrirgreiðslu í RIKB 28 1115 til hvers aðalmiðlara um 1 ma.kr. að nafnverði. Fyrirgreiðslan tekur gildi eftir kl. 11:00 miðvikudaginn 25. janúar nk.

18. janúar, 2017

Útboð óverðtryggðra ríkisbréfa RIKB 28 1115

Föstudaginn 20. janúar kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins með tilboðsfyrirkomulagi.
Í þessu útboði verða seld bréf í nýjum tólf ára flokki ríkisbréfa RIKB 28 1115. Flokkurinn ber 5,00% árlega nafnvexti með vaxtagjalddaga 15. nóvember ár hvert. Lokagjalddagi bréfsins er 15. nóvember 2028. Nánari lýsing á flokknum fylgir í viðhengi með þessari frétt og frekari upplýsingar er hægt að sjá á www.lanamal.is. Heildarfjárhæð samþykktra tilboða verður tilkynnt að loknu útboði.

Fréttatilkynning (pdf)
Útboðsskilmálar (pdf)
Lýsing á RIKB 28 1115 (pdf)
 

 

17. janúar, 2017

Niðurstöður viðbótarútgáfu RIKB 20 0205

Samkvæmt 5. grein í skilmálum um útboð ríkisbréfa, sem haldið var 13. janúar sl. stóð aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Að þessu sinni nýttu aðalmiðlarar sér ekki kaupréttinn í RIKB 20 0205. Heildarstærð RIKB 20 0205 eftir útboðið er nú 67.400.000.000 kr. að nafnvirði.  Uppgjör er 18. janúar 2017.

17. janúar, 2017

Skiptiútboð niðurstöður

Í síðasta útboði ríkisbréfa hjá Lánamálum ríkisins áttu bjóðendur kost á því  að kaupa bréf í RIKB 20 0205 með sölu á RIKB 17 0206, sem fellur á gjalddaga 6. febrúar nk. Að þessu sinni nýttu bjóðendur sér söluréttinn að upphæð 3.064 m.kr. að nafnvirði.

13. janúar, 2017

Fitch breytir horfum fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í jákvæðar

Matsfyrirtækið Fitch Ratings breytti í dag horfum fyrir lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands í jákvæðar og staðfesti lánshæfiseinkunnina BBB+ fyrir erlendar skuldir. Lánshæfismat á skuldabréfum í erlendri og innlendri mynt var einmitt staðfest sem BBB+. Landsþak er staðfest BBB+ og skammtímaskuldir í erlendri mynt ásamt víxlum (e. commercial paper) hafa einkunnina F2.

skýrsla Fitch

13. janúar, 2017

S&P hækkar lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í A-

Matsfyrirtækið Standard & Poor‘s hefur í dag hækkað lánshæfiseinkunn ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar í A- úr BBB+. Á sama tíma var lánshæfiseinkunnin A-2 fyrir skammtímaskuldbindingar staðfest. Horfur eru stöðugar.

Skýrsla S&P

16. nóvember, 2016
Uppkaup ríkisbréfa RIKH 18 1009
09. nóvember, 2016
Útboð ríkisvíxla RIKV 17 0515
09. september, 2016
Útboð ríkisvíxla RIKV 17 0315
29. nóvember, 2013
Skiptigengi í gjaldeyrisútboði
17. júlí, 2013
Ríkisreikningur 2012
28. desember, 2012
Ársáætlun 2013
05. nóvember, 2012
Skiptigengi í gjaldeyrisútboði
18. júlí, 2012
Ríkisreikningur 2011
28. desember, 2011
Ársyfirlit 2012
29. desember, 2010
Ársyfirlit 2011
15. desember, 2010
Ísland fyrirframgreiðir lán
08. nóvember, 2010
Útboð ríkisvíxla RIKV 11 0315
13. október, 2010
Staða verðbréfalána
08. september, 2010
Útboð ríkisvíxla RIKV 11 0117
23. febrúar, 2010
Skiptiútboð niðurstöður
08. janúar, 2010
Ársyfirlit 2010
02. október, 2009
Sala íbúðabréfa
14. júlí, 2009
Sala íbúðabréfa
20. janúar, 2009
Ársyfirlit 2009
19. nóvember, 2008
Frestun á útboði ríkisbréfa

 

Dagsetning og tími

Föstudagur, 23. júní, 2017

Breyta um tungumálBreyta um leturstærð