Föstudaginn 6. apríl kl. 11:00 fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins með tilboðsfyrirkomulagi.
Boðin verða til sölu óverðtryggð bréf í flokknum RIKB 20 0205. Heildarfjárhæð samþykktra tilboða verður tilkynnt að loknu útboði.
Athugið að aðeins er hægt að kaupa bréf í RIKB 20 0205 með sölu á RIKB 19 0226, sem fellur á gjalddaga 26. febrúar 2019. Lánamál ríkisins kaupa RIKB 19 0226 á fyrirfram ákveðnu verði þ.e. hreina verðinu 103,575 (104,629795 með áföllnum vöxtum m.v. 100 kr. nafnverðseiningu) m.v. uppgjör 11. apríl 2018. Til skýringar þá jafngildir verðið 4,49% í ávöxtunarkröfu. Andvirði bréfanna ásamt áföllnum vöxtum kemur þá sem greiðsla fyrir kaupum á nýjum bréfum.
Í ljósi stærðar RIKB 20 eru fjárfestar hvattir til þess að nýta sér þetta tækifæri til að taka þátt í skiptiútboðinu og eignast bréf í flokknum.
Fréttatilkynning (pdf)
Útboðsskilmálar (pdf)