07.07.25
Viðskiptavakt hefst með RIKS 29 0917

Í framhaldi af skiptiútboði sem haldið var föstudaginn 4. júlí sl. og með vísan til aðalmiðlarasamnings í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði dags. 21. mars 2025, hefur verið ákveðið að hefja viðskiptavakt með RIKS 29 0917 frá og með uppgjörsdegi útboðsins þann 9. júlí 2025. Aðalmiðlarar verða skuldbundnir til þess að setja fram kaup- og sölutilboð fyrir að lágmarki 100 m.kr. að nafnverði í flokkinn. Frá sama tíma verður fyrirgreiðsla í formi endurhverfra viðskipta til hvers aðalmiðlara 2 ma.kr. að nafnverði.

Starfsfólk Lánamála ríkisins veitir nánari upplýsingar í síma 569 9994. Einnig er hægt að senda tölvupóst á netfangið [email protected].

Aðrar fréttir

29.12.25
Ársyfirlit
Ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs

Fyrsti ársfjórðungur 2026

  • Á fyrsta ársfjórðungi verða boðin til sölu ríkisbréf fyrir 40-60 ma.kr. að söluvirði.
  • Flokkar sem mögulega verða boðnir út eru allir markflokkar ríkisbréfa og mun stærð þeirra og markaðsaðstæður ráða því hvort og þá hversu mikið verður selt í hverjum flokki.
  • Möguleiki er á skiptiútboðum á RIKS 26 0216 og RIKB 26 1015 á fjórðungnum.

1.ársfj.áætlun 2026

29.12.25
Ársyfirlit
Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs 2026
  • Áætlað er að útgáfa ríkisbréfa nemi 200 ma.kr. að söluvirði árið 2026.
  • Fyrirhugað er að gefa út nýjan óverðtryggðan ríkisbréfaflokk með gjalddaga 2029. Stærð flokka og markaðsaðstæður munu ráða því hversu mikið verður selt í einstökum markflokkum ríkisbréfa.
  • Til greina kemur að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu að hluta til með ríkisvíxlaútgáfu, hagnýtingu erlendra innstæðna á viðskiptareikningi ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands og sölu hluta lánasafns Húsnæðissjóðs.

Ársáætlun 2026.pdf