Ríkissjóður tekur langtímalán að nokkru leyti á erlendum fjármagnsmarkaði. Stefnt er að því að samsetning erlendra lána sé með sem hagkvæmustum hætti með tilliti til vaxtakjara, lánstíma og gjaldmiðlasamsetningar. Einnig er stefnt að því að endurgreiðslur dreifist sem jafnast á komandi ár þannig að ekki verði um óeðlilega miklar endurgreiðslur einstaka ár.