Skuldabréfaviðskipti í NASDAQ kauphöllinni á Íslandi koma til uppgjörs á þar næsta viðskiptadegi (fullnaðargreiðsla) á grunninum t+2. Möguleiki er að eiga viðskipti með frestuðum uppgjörsdegi ef óskað er sérstaklega eftir því.  Viðskipti eru rafræn og samfelld.

Mikill meirihluti viðskipta á sér stað "á markaði", þ.e. gengið er að kaup- eða sölutilboði sem sett er fram á eftirmarkaði.  

Aðalmiðlarar með ríkisverðbréf eru aðilar að NASDAQ Kauphöllinni Íslandi. Skyldur aðalmiðlara eru í gildi á afgreiðslutíma Kauphallarinnar eða á milli klukkan 09:30 og 15:30.