Helstu atriði samningsins eru þessi:
 
Aðalmiðlarar hafa einir aðgang að útboðum ríkissjóðs. 

 

Aðalmiðlarar hafa einir aðgang að verðbréfalánum sem Seðlabanki Íslands veitir fyrir
hönd ríkissjóðs.
 
Aðalmiðlari skuldbindur sig til að setja fram tilboð í útboðum ríkisverðbréfa fyrir a.m.k.
100 milljónir króna að nafnverði.
 
Aðalmiðlari er viðskiptavaki á eftirmarkaði fyrir alla markflokka ríkisverðbréfa og setur
fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 50 til 100 m.kr. að nafnvirði í hvern flokk í NASDAQ OMX
kauphöllinni á Íslandi.
 
Aðalmiðlari skuldbindur sig til þess að halda verðmun kaup- og sölutilboða innan
tiltekinna marka sem nánar eru skilgreind í samningunum.
 
Aðalmiðlara er skylt að endurnýja tilboð sín innan 10 mínútna frá því að þeim hefur verið
tekið. Ef aðalmiðlari á viðskipti á einum viðskiptadegi fyrir 600 m.kr. að nafnvirði í
tilteknum flokki er honum heimilt að víkja út frá hámarksmun kaup- og sölutilboða þann dag.
 

Samningurinn gildir frá 1. apríl  til 31. mars ár hvert.