15.02.25
Fitch staðfestir A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með stöðugum horfum

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur birt mat á lánshæfi ríkissjóðs. Lánshæfiseinkunn er óbreytt í A og horfur eru stöðugar. 

Í fréttatilkynningu Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli miklar tekjur á mann og góða stjórnarhætti, sem eru sambærilegri við lönd með AAA og AA lánshæfiseinkunn. Til styrkleika teljast verulegar lífeyrissjóðseignir, traust fjármálakerfi og sterkir efnahagsreikningar einkageirans. Rúmur gjaldeyrisforði dregur úr næmni hagkerfisins gagnvart ytri áföllum. Hins vegar halda smæð hagkerfisins og einsleitni útflutnings aftur af einkunninni. 

Aukin tiltrú á markverða og viðvarandi lækkun skuldahlutfalls hins opinbera, meiri leitnivöxtur þjóðarbúsins og/eða vísbendingar um aukna fjölbreytni hagkerfisins sem minnka næmni hagkerfisins gagnvart ytri áföllum gætu haft jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. 

Markverð hækkun skuldahlutfalls hins opinbera, vegna viðvarandi slaka í ríkisfjármálum eða alvarlegt efnahagsáfall, til dæmis vegna skarprar leiðréttingar á fasteignamarkaði, gætu haft neikvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. 

Sjá nánar á www.stjornarradid.is

Aðrar fréttir

29.12.25
Ársyfirlit
Ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs

Fyrsti ársfjórðungur 2026

  • Á fyrsta ársfjórðungi verða boðin til sölu ríkisbréf fyrir 40-60 ma.kr. að söluvirði.
  • Flokkar sem mögulega verða boðnir út eru allir markflokkar ríkisbréfa og mun stærð þeirra og markaðsaðstæður ráða því hvort og þá hversu mikið verður selt í hverjum flokki.
  • Möguleiki er á skiptiútboðum á RIKS 26 0216 og RIKB 26 1015 á fjórðungnum.

1.ársfj.áætlun 2026

29.12.25
Ársyfirlit
Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs 2026
  • Áætlað er að útgáfa ríkisbréfa nemi 200 ma.kr. að söluvirði árið 2026.
  • Fyrirhugað er að gefa út nýjan óverðtryggðan ríkisbréfaflokk með gjalddaga 2029. Stærð flokka og markaðsaðstæður munu ráða því hversu mikið verður selt í einstökum markflokkum ríkisbréfa.
  • Til greina kemur að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu að hluta til með ríkisvíxlaútgáfu, hagnýtingu erlendra innstæðna á viðskiptareikningi ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands og sölu hluta lánasafns Húsnæðissjóðs.

Ársáætlun 2026.pdf