07.12.18
Matsfyrirtækið Fitch staðfestir óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með stöðugum horfum

Matsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldir í erlendum gjaldmiðli sem A með stöðugum horfum. Samkvæmt matsfyrirtækinu endurspeglar þessi einkunn annars vegar háar þjóðartekjur, sterkar stofnanir, góð lífskjör og gott viðskiptaumhverfi og hins vegar að hagkerfið reiðir sig í miklum mæli á hrávöruútflutning og er næmt fyrir ytri áföllum auk fyrri reynslu af efnahags- og fjármálasveiflum.

Stöðugar horfur endurspegla að matsfyrirtækið telur jafnvægi ríkja í lánshæfiseinkunninni. Áframhaldandi styrking ytri stöðu þjóðarbúsins og aukin geta til að mæta ytri áföllum gæti leitt til hækkunar. Á móti gætu eftirfarandi þættir leitt til lækkunar: vísbendingar um ofhitnun í hagkerfinu, m.a. í formi víxlverkunar verðlags og launa, verðbólguskots og neikvæðar afleiðingar þess fyrir efnahagsreikninga hins opinbera, heimila og fyrirtækja. Einnig gæti mikið útflæði fjármagns sem hefði í för með sér ytra ójafnvægi og þrýsting á gengi krónunnar valdið lækkun lánshæfismatsins.

Skýrsla Fitch

Aðrar fréttir

17.04.24
Ríkisbréf
Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKB 27 0415 - Nýr flokkur
Flokkur RIKB 27 0415
ISIN IS0000036291
Gjalddagi 15.04.2027
Útboðsdagur 19.04.2024
Uppgjörsdagur 24.04.2024
10% viðbót 23.04.2024

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokki, með því ISIN númeri og með þeim gjalddaga sem fram kemur í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisbréfin þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag. Um 10% viðbótarkaupréttinn gildir 6. gr. í almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa.

Að öðru leyti er vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Freyr Harðarson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9630.