17.05.19
Matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. S&P reiknar með neikvæðum hagvexti á yfirstandandi ári vegna samdráttar í komum ferðamanna til landsins. Spá fyrirtækisins gerir einnig ráð fyrir að afgangur á viðskiptajöfnuði snúist í halla, en að hagkerfið taki við sér á nýjan leik á árinu 2020.

Stöðugar horfur endurspegla viðnámsþrótt hagkerfisins bæði á sviði ríkisfjármála sem og í ytri stöðu þjóðarbúsins sem vega á móti sveiflum í smáu opnu hagkerfi og mögulega snörpum samdrætti í ferðaþjónustu.

Fram kemur í fréttatilkynningu S&P að lánshæfismat ríkissjóðs gæti hækkað ef staða opinberra fjármála og erlend staða þjóðarbúsins styrkist verulega á næstu árum umfram það sem fyrirtækið gerir ráð fyrir. Þá gæti lánshæfismat ríkissjóðs lækkað ef merki sjást um vaxandi þrýsting á greiðslujöfnuð eða að fjármálastöðugleika sé ógnað á næstu tveimur árum. Það gæti orðið afleiðing af dýpri niðursveiflu í ferðaþjónustu en reiknað er með.

Fréttatilkynning S&P Global Ratings (pdf)

Aðrar fréttir

Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKS 50 0915 - Skiptiútboð eða greiðsla með reiðufé
Flokkur RIKS 50 0915
ISIN IS0000037794
Gjalddagi 15.09.2050
Útboðsdagur 17.10.2025
Uppgjörsdagur 22.10.2025
10% viðbót 21.10.2025
   
Uppkaupsflokkur RIKS 26 0216
Uppkaupsverð (clean) 98,4800

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokki, með því ISIN númeri og með þeim gjalddaga sem fram kemur í töflunni hér að ofan. Um 10% viðbótarkaupréttinn gildir 6. gr. í almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa. Ríkisbréfin verða afhent rafrænt á uppgjörsdegi.

Greiða má fyrir flokkana með reiðufé eða með uppkaupsflokknum á uppkaupsverði.

Greiðsla í reiðufé þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi. Ef greiðsla er í formi bréfa í uppkaupsflokki þarf tilkynning um magn þeirra að berast fyrir kl. 14:00 á útboðsdegi. Í því tilviki er verðmæti uppkaupsbréfanna metið á uppkaupsverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum (þ.e. dirty price).

Lánamál ríkisins greiða ekki þóknun vegna kaupa á RIKS 26 0216.

Að öðru leyti er vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 26 0121 - RIKV 26 0415
Flokkur RIKV 26 0121 RIKV 26 0415
ISIN IS0000038263 IS0000038271
Gjalddagi 21.01.2026 15.04.2026
Útboðsdagur 13.10.2025 13.10.2025
Uppgjörsdagur 15.10.2025 15.10.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.