30.06.25
Ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs

Þriðji ársfjórðungur 2025

  • Á þriðja ársfjórðungi verða boðin til sölu ríkisbréf fyrir 30-40 ma.kr. að söluvirði.
  • Flokkar sem mögulega verða boðnir út eru allir markflokkar ríkisbréfa og mun stærð þeirra og markaðsaðstæður ráða því hvort og þá hversu mikið verður selt í hverjum flokki.
  • Á fjórðungnum er fyrirhugað að gefa út í verðtryggða flokknum RIKS 29 0917 og er stefnt að viðskiptavakt með flokkinn.
  • Möguleiki er á skiptiútboðum á RIKS 26 0216 á fjórðungnum.

3.ársfj.áætlun 2025

Aðrar fréttir

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 26 0318
Flokkur RIKV 26 0318
ISIN IS0000038016
Gjalddagi 18.03.2026
Útboðsdagur 15.09.2025
Uppgjörsdagur 17.09.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokki, með því ISIN númeri og með þeim gjalddaga sem fram kemur í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.