Í tengslum við skiptiútboð ÍL-sjóðs sem haldið var í dag mun ríkissjóður Íslands gefa út 1.420.000.000 kr. að nafnverði í flokknum RIKS 34 1016 (ISIN: IS0000037737).
Um ríkisskuldabréfin gilda „Almennir skilmálar íslenskra ríkisskuldabréfa“ og „Sértækir skilmálar“ fyrir skuldabréfaflokkinn sem nálgast má á heimasíðu Lánamála ríkisins, www.lanamal.is.