Íbúðalánasjóður og Lánasýsla ríkisins hafa undirritað samning um að Lánasýslan taki að sér eftirlit með framkvæmd samnings Íbúðalánasjóðs við viðskiptavaka hús- og húsnæðisbréfa á eftirmarkaði fyrir tímabilið 1. júlí 2002 til 30. júní 2003. Mun formlegt eftirlit Lánasýslunnar með framkvæmdinni hefjast mánudaginn 22. júlí n.k.