Lánasýsla ríkisins og samstarfsaðilar á fjármálamarkaði standa að ráðstefnu sem nefnist: Íslenski skuldabréfamarkaðurinn – á vit nýrra tækifæra þann 15. nóvember nk. Ráðstefnan fer fram á Hótel Nordica og hefst klukkan 16.00. Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen mun ávarpa fundinn og opna nýjan vef sem hefur það hlutverk að miðla upplýsingum um íslensk skuldabréf og efnahagsmál.
Ráðstefna um Íslenskan skuldabréfamarkað |
|
|
Lánasýsla ríkisins og samstarfsaðilar á fjármálamarkaði standa að ráðstefnu sem nefnist: Íslenski skuldabréfamarkaðurinn – á vit nýrra tækifæra þann 15. nóvember nk. Ráðstefnan fer fram á Hótel Nordica og hefst klukkan 16.00. Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen mun ávarpa fundinn og opna nýjan vef sem hefur það hlutverk að miðla upplýsingum um íslensk skuldabréf og efnahagsmál. Íslenskur skuldabréfamarkaður stendur nú að mörgu leyti á enn einum tímamótunum. Nýjabrum hvað varðar erlenda fjárfestingu í íslenskum skuldabréfum er að baki og þykir ekki lengur tiltökumál. En hvað tekur nú við? Á ráðstefnunni á Hótel Nordica verður ljósinu beint að því hvers konar fjárfestar hafa verið virkir á íslenska markaðnum og hvort framundan séu breytingar þar á. Til að skýra þessa hluti nánar hafa verið fengnir til leiks þeir:
Andrew Bosomworth sem er Executive Vice President frá PIMCO. PIMCO er leiðandi á sviði eignaumsýslu skuldabréfa í heiminum og stýrir alþjóðlegum skuldabréfasjóðum fyrir um 640 milljarða bandaríkjadala
Beat Siegenthaler sem er Senior Strategist hjá Toronto Dominion Securities. TD Securities hefur staðið að baki flestum útgáfum Jöklabréfa til þessa en ein af meginstoðum Jöklabréfaútgáfunnar er eftirspurn fjárfesta eftir skuldabréfum í íslenskum krónum.
Mörgum spurningum er enn ósvarað hvað varðar áframhaldandi eftirspurn fjárfesta eftir fjármálaafurðum í íslenskri krónu og því verður þetta að teljast gott tækifæri að fá tækifæri á að hlýða á hvernig erlendir fjárfestar meta landslagið, líta til baka og bera Ísland saman við aðra fjárfestingarkosti í heiminum í dag.
|
Auglýsing (pdf)