18.06.06
Ráðstefna um Íslenskan skuldabréfamarkað
Lánasýsla ríkisins og samstarfsaðilar á fjármálamarkaði standa að ráðstefnu sem nefnist: Íslenski skuldabréfamarkaðurinn – á vit nýrra tækifæra þann 15. nóvember nk. Ráðstefnan fer fram á Hótel Nordica og hefst klukkan 16.00. Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen mun ávarpa fundinn og opna nýjan vef sem hefur það hlutverk að miðla upplýsingum um íslensk skuldabréf og efnahagsmál.


Ráðstefna um Íslenskan skuldabréfamarkað

 
Lánasýsla ríkisins og samstarfsaðilar á fjármálamarkaði standa að ráðstefnu sem nefnist: Íslenski skuldabréfamarkaðurinn – á vit nýrra tækifæra þann 15. nóvember nk. Ráðstefnan fer fram á Hótel Nordica og hefst klukkan 16.00. Fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen mun ávarpa fundinn og opna nýjan vef sem hefur það hlutverk að miðla upplýsingum um íslensk skuldabréf og efnahagsmál.
 
Íslenskur skuldabréfamarkaður stendur nú að mörgu leyti á enn einum tímamótunum. Nýjabrum hvað varðar erlenda fjárfestingu í íslenskum skuldabréfum er að baki og þykir ekki lengur tiltökumál. En hvað tekur nú við? Á ráðstefnunni á Hótel Nordica verður ljósinu beint að því hvers konar fjárfestar hafa verið virkir á íslenska markaðnum og hvort framundan séu breytingar þar á. Til að skýra þessa hluti nánar hafa verið fengnir til leiks þeir:

Andrew Bosomworth sem er Executive Vice President frá PIMCO. PIMCO er leiðandi á sviði eignaumsýslu skuldabréfa í heiminum og stýrir alþjóðlegum skuldabréfasjóðum fyrir um 640 milljarða bandaríkjadala

Beat Siegenthaler sem er Senior Strategist hjá Toronto Dominion Securities. TD Securities hefur staðið að baki flestum útgáfum Jöklabréfa til þessa en ein af meginstoðum Jöklabréfaútgáfunnar er eftirspurn fjárfesta eftir skuldabréfum í íslenskum krónum.

Mörgum spurningum er enn ósvarað hvað varðar áframhaldandi eftirspurn fjárfesta eftir fjármálaafurðum í íslenskri krónu og því verður þetta að teljast gott tækifæri að fá tækifæri á að hlýða á hvernig erlendir fjárfestar meta landslagið, líta til baka og bera Ísland saman við aðra fjárfestingarkosti í heiminum í dag.

Auglýsing (pdf)

Aðrar fréttir

Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKS 29 0917 - Skiptiútboð eða greiðsla með reiðufé
Flokkur RIKS 29 0917
ISIN IS0000037711
Gjalddagi 17.09.2029
Útboðsdagur 22.08.2025
Uppgjörsdagur 27.08.2025
10% viðbót 26.08.2025
   
Uppkaupsflokkur RIKS 26 0216
Uppkaupsverð (clean) 97,9900

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokki, með því ISIN númeri og með þeim gjalddaga sem fram kemur í töflunni hér að ofan. Um 10% viðbótarkaupréttinn gildir 6. gr. í almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa. Ríkisbréfin verða afhent rafrænt á uppgjörsdegi.

Greiða má fyrir flokkana með reiðufé eða með uppkaupsflokknum á uppkaupsverði.

Greiðsla í reiðufé þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi. Ef greiðsla er í formi bréfa í uppkaupsflokki þarf tilkynning um magn þeirra að berast fyrir kl. 14:00 á útboðsdegi. Í því tilviki er verðmæti uppkaupsbréfanna metið á uppkaupsverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum (þ.e. dirty price).

Lánamál ríkisins greiða ekki þóknun vegna kaupa á RIKS 26 0216.

Að öðru leyti er vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 25 1119 - RIKV 26 0318
Flokkur RIKV 25 1119 RIKV 26 0318
ISIN IS0000037547 IS0000038016
Gjalddagi 19.11.2025 18.03.2026
Útboðsdagur 18.08.2025 18.08.2025
Uppgjörsdagur 20.08.2025 20.08.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Freyr Harðarson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9630.