09.07.19
Niðurstöður viðbótarútgáfu RIKB 28 1115

Samkvæmt 5. grein í skilmálum um útboð ríkisbréfa, sem haldið var 5. júlí stóð aðalmiðlurum til boða að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Að þessu sinni nýttu aðalmiðlarar sér ekki kaupréttinn í RIKB 28 1115. Heildarstærð eftir útboðið í RIKB 28 1115 er nú 62.801.601.519 kr. að nafnvirði.  Uppgjör er 10. júlí 2019.

Aðrar fréttir

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 26 0318
Flokkur RIKV 26 0318
ISIN IS0000038016
Gjalddagi 18.03.2026
Útboðsdagur 15.09.2025
Uppgjörsdagur 17.09.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokki, með því ISIN númeri og með þeim gjalddaga sem fram kemur í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.