03.11.22 Niðurstöður viðbótarútgáfu - RIKB 24 0415 Í tengslum við útboð sem haldið var 1. nóvember stóð aðalmiðlurum til boða, samkvæmt 6. grein í almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa, að kaupa 10% af andvirði þess sem selt var í útboðinu á söluverði samþykktra tilboða. Flokkur RIKB 24 0415 ISIN IS0000033009 Viðbótarútgáfa (nafnvirði) 0 Samtals staða flokks (nafnvirði) 77.298.000.000 Til baka
07.01.26 Ríkisbréf Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKB 38 0215 - RIKS 29 0917 Flokkur RIKB 38 0215 RIKS 29 0917 ISIN IS0000037265 IS0000037711 Gjalddagi 15.02.2038 17.09.2029 Útboðsdagur 09.01.2026 09.01.2026 Uppgjörsdagur 14.01.2026 14.01.2026 10% viðbót 13.01.2026 13.01.2026 Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisbréfin þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag. Um 10% viðbótarkaupréttinn gildir 6. gr. í almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa. Að öðru leyti er vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins. Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.
29.12.25 Ársyfirlit Ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs Fyrsti ársfjórðungur 2026 Á fyrsta ársfjórðungi verða boðin til sölu ríkisbréf fyrir 40-60 ma.kr. að söluvirði. Flokkar sem mögulega verða boðnir út eru allir markflokkar ríkisbréfa og mun stærð þeirra og markaðsaðstæður ráða því hvort og þá hversu mikið verður selt í hverjum flokki. Möguleiki er á skiptiútboðum á RIKS 26 0216 og RIKB 26 1015 á fjórðungnum. 1.ársfj.áætlun 2026
29.12.25 Ársyfirlit Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs 2026 Áætlað er að útgáfa ríkisbréfa nemi 200 ma.kr. að söluvirði árið 2026. Fyrirhugað er að gefa út nýjan óverðtryggðan ríkisbréfaflokk með gjalddaga 2029. Stærð flokka og markaðsaðstæður munu ráða því hversu mikið verður selt í einstökum markflokkum ríkisbréfa. Til greina kemur að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu að hluta til með ríkisvíxlaútgáfu, hagnýtingu erlendra innstæðna á viðskiptareikningi ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands og sölu hluta lánasafns Húsnæðissjóðs. Ársáætlun 2026.pdf
11.12.25 Ríkisvíxlar Útboð ríkisvíxla þann 15. desember fellur niður Lánamál ríkisins hafa ákveðið að hætta við útboð ríkisvíxla sem fyrirhugað var að halda þann 15. desember 2025.
10.12.25 Ríkisbréf Útboð ríkisbréfa þann 12. desember fellur niður Lánamál ríkisins hafa ákveðið að hætta við útboð ríkisbréfa sem fyrirhugað var að halda þann 12. desember 2025 þar sem útgáfumarkmiði ársins hefur þegar verið náð.