Niðurstöður útboða ríkisverðbréfa (m.kr.)

Að jafnaði eru haldin tvö ríkisbréfaútboð og eitt ríkisvíxlaútboð í mánuði. Lánamál ríkisins tilkynna tveimur virkum dögum fyrir útboð um þá flokka sem boðnir verða út. Niðurstöður útboða eru tilkynntar opinberlega og á heimasíðu Lánamála 30 mínútum eftir að útboðum lýkur.

Aðalmiðlurum stendur til boða að kaupa 10% viðbót við þá nafnverðsfjárhæð sem þeir keyptu í útboðinu (svokölluð viðbótarútgáfa). Nánari umfjöllun má finna í Almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa.

Fjárhæðir eru sýndar á nafnvirði.